Menu

Thelma Þorbergsdóttir

Thelma Þorbergsdóttir heiti ég og er félagsráðgjafi að mennt, ásamt því að vera PMTO meðferðaraaðili og sjálflærður bakari  með meiru. Ég er gift Kristni Jónassyni (Mr. Handsome) og saman eigum við 3 börn.

Þeir sem þekkja mig vita að það að baka og elda er mín eigin hugleiðsla og núvitund. Það er eitthvað við það að vera ein inni í eldhúsi (sem ég fæ þó sjaldnast) og blanda saman hráefnum og úr því kemur eitthvað meistaraverk, eða ekki….þegar uppskriftin heppanst ekki eins og maður sá fyrir sér! Ég elska að baka og elda fyrir fjölskyldu og vini og er þekkt fyrir það að halda stórveislur þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli. Matur býr yfir þeim magnaða eiginleika að geta sameinað heilu fjölskyldurnar! Hvað er betra en heit súkkulaðikaka nýkomin úr ofninum og ilmurinn sem angar um húsið allt?

Ég hef verið matarbloggarið síðan árið 2012 þegar ég byrjaði að vinna fyrir www.gottimatinn.is og hef ég unnið fyrir ýmiss fyrirtæki á þeim tíma. Einnig hef ég unnið fyrir ýmiss tímarit og blöð og haldið bollakökunámskeið.

Ég hef gefið út tvær bækur, Gleðigjafa sem inniheldur sögur af einstökum börnum en hún kom út árið 2012.  Þá gaf ég út mína fyrstu uppskriftabók Freistingar Thelmu sem kom út árið 2013.

Upp­skriftir