Menu
Bruschetta pizza með tómötum og rifnum ostakubbi

Bruschetta pizza með tómötum og rifnum ostakubbi

Einstaklega góð og fersk pizza sem er einnig tilvalin sem forréttur til að deila. Gott er að setja yfir pizzuna góða ólífuolíu og sjávarsalt þegar hún er komin út úr ofninum.

Innihald

1 skammtar
pizzadeig, t.d. súrdeigs
rautt eða grænt pestó
hvítlauksrif, rifin
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
litlir tómatar (8-10 stk.)
rauðlaukur
fersk basilíka
ostakubbur frá Gott í matinn
ólífuolía
sjávarsalt

Skref1

  • Fletjið pizzadeigið út, best er að gera það eingöngu með höndunum og forðast að nota rúllukefli.
  • Setjið pestó í litla skál ásamt rifnum hvítlauk og hrærið saman.
  • Smyrjið pestóinu á pizzabotninn.
  • Setjið mozzarella ost yfir og nokkur blöð af ferskri basilíku yfir pizzuna.
  • Skerið tómata í tvennt og dreifið þeim yfir pizzuna ásamt rauðlauk.

Skref2

  • Bakið pizzuna í pizzaofni, eða í ofni við háan hita. Bakið pizzuna þar til osturinn hefur bráðnað alveg.
  • Rífið niður ostakubb með rifjárni yfir alla pizzuna, setjið ólifuolíu yfir ásamt sjávarsalti.
Skref 2

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir