Menu
Cinnabon snúðar með rjómaostakremi

Cinnabon snúðar með rjómaostakremi

Himneskir kanilsnúðar sem bráðna einfaldlega í munni!

Innihald

1 skammtar

Snúðar:

mjólk
smjör
sykur
pakki þurrger
egg
hveiti
salt

Kanilfylling:

mjúkt smjör
púðursykur
kanill

Rjómaostakrem:

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
smjör
vanilludropar
flórsykur

Skref1

  • Gott er taka smjör og rjómaost út strax svo það nái stofuhita.
Skref 1

Skref2

  • Setjið mjólk í pott og hitið yfir meðalháum hita þar til hún fer nánast að sjóða. Látið mjólkina ekki sóða.
  • Setjið mjólkina í skál ásamt smjörinu og leyfið smjörinu að bráðna í mjólkinni.
  • Þegar smjörið hefur náð að bráðna setjið þá sykur saman við. Mjólkurblandan ætti að vera við stofuhita þegar gerið er sett saman við.
  • Setjið gerið saman við, hrærið léttilega og látið standa í rúmlega 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.

Skref3

  • Setjið eggin saman við ásamt salti og hveiti. Gott er að nota hnoðarann á hrærivélinni til að hnoða öllu saman.
  • Hnoðið deigið þar til það fer að mynda góða kúlu og festist ekki lengur við hliðarnar á skálinni. Hnoðið í rúmlega 5 mínútur.
  • Setjið plast eða rakt viskastykki yfir skálina og látið deigið standa í klukkustund. Mikilvægt er deigið sé á heitum stað til að það lyfti sér sem best.
  • Á meðan að deigið er að lyfta sér er hægt að gera fyllinguna og kremið.

Skref4

  • Þegar deigið hefur lyft sér þarf að hnoða það örlítið upp úr hveiti.
  • Fletjið deigið út eins jafnt og þið getið svo að auðvelt verði að rúlla því upp.

Skref5

  • Smyrjið smjörinu á deigið, ef ykkur finnst smjörið ekki nógu lint til þess að gera það er gott að setja það inn í örbylgjuofn í örstutta stund, það á alls ekki að bræða það.
  • Blandið púðursykri og kanil saman og dreifið því jafnt og þétt yfir deigið.
  • Rúllið deiginu upp eins þétt og þið getið. Skerið deigið í um 15 snúða og raðið þeim á smjörpappír.
  • Gott er að setja snúðana í eldfast mót með um 2 cm millibili.
  • Bakið snúðana við 180 gráðu hita (blástur) í 20-25 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir að lit. Passið að baka þá þó ekki of mikið. Miðjan á snúðum á það til að fara upp í loft inni í ofninum, en það er allt í góðu lagi því þið ýtið því bara aftur niður eftir að þið takið snúðana út úr ofninum

Rjómaostakrem

  • Setjið rjómaost, smjör, vanilludropa og flórsykur saman í skál og hrærið þar til blandan verður mjúk og slétt. Gott er að nota handþeytara þar sem þetta er ekki það mikið krem. Þeir sem vilja extra mikið krem geta tvöfaldað þessa uppskrift.
  • Setjið kremið beint á snúðana um leið og þeir koma út úr ofninum. Þannig bráðnar kremið og lekur ofan í þá sem gerir þá einstaklega mjúka og djúsí.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir