Menu
Heilhveiti bananamúffur með glassúr

Heilhveiti bananamúffur með glassúr

Þessar unaðslega góðu múffur henta sérstaklega vel með morgunkaffinu, eða bara við hvaða tækifæri sem er og að sjálfsögðu með ískaldri mjólk.

Innihald

15 skammtar
heilhveiti
matarsódi
lyftiduft
salt
kanill
múskat
egg
dökkur púðursykur
smjör, bráðið
mjólk
vanilludropar
þroskaðir bananar

Glassúr, innihald

smjör, bráðið
flórsykur
vanilludropar
mjólk

Bananamúffur með kanil

  • Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarform.
  • Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti, kanil og múskati saman í skál og hrærið.
  • Hrærið egg og púðursykur saman í skál, bætið vanilludropum saman við.
  • Setjið brædda smjörið saman við mjólkina og blandið því saman við, hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Stappið bananana vel og blandið þeim saman við og hrærið.
  • Bætið því næst hveitiblöndunni rólega saman við og hrærið léttilega þar til allt hefur blandast saman.
  • Setjið deigið í formin og passið ykkur að fylla þau ekki meira en 2/3, u.þ.b. 1,5 msk í hvert form.
  • Bakið í 15-18 mín eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Passið ykkur að baka þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar. Kælið kökurnar alveg.

Glassúr

  • Bræðið smjörið í potti yfir meðal háum hita. Þegar smjörið hefur náð að bráðna er það hitað þar til það hefur náð dökkbrúnum lit og farið að freyða örlítið. Þetta tekur rúmlega 5 mín. Þegar smjörið er brúnað í pottinum gefur það glassúrnum alveg einstaklega gott bragð.
  • Setjið flórsykur í skál og hellið brædda smjörinu saman við, bætið við vanilludropum og mjólk saman við og hrærið þar til glassúrinn er orðið mjúkur og fallegur. Ef ykkur finnst það ennþá of þykkt bætið þá smá mjólk saman við, ef það verður of þunnt þá bætið smá flórsykri saman við.
  • Dýfið hverri köku ofan í glassúrinn og borðið!
Glassúr

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir