Menu
Indverskur Butter Chicken

Indverskur Butter Chicken

Einstaklega góður indverskur kjúklingur með grískri jógúrt sem er einn vinsælasti rétturinn á indverskum veitingastöðum. Gríska jógúrtin gerir kjúklinginn sérstaklega safaríkan og mjúkan. Kjúklingurinn er eldaður í kryddaðri sósu með rjóma og borinn er fram með hrísgrjónum og ferskum kóríander og þá smakkast hann sérstaklega vel með steiktu naanbrauði.

Fyrir 4-6.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
grísk jógúrt frá Gott í matinn
safi úr hálfri sítrónu
hvítlauksgeirar
tandoori masala krydd
cumin
sjávarsalt

Sósa

ólífuolía
smjör
laukur
hvítlauksgeirar
tandoori masala
cumin
engifer
chilli krydd
papriku krydd
tómat pastasósa
rjómi frá Gott í matinn
sykur
salt
ferskur kóríander

Skref1

  • Byrjið á því að marinera kjúklinginn.
  • Skerið kjúklinginn í lita bita, ca. 2 cm á þykkt og setjið í skál ásamt grískri jógúrt, safa úr sítónu, hvítlauk, tandoori masala, cumin og sjávarsalti og hrærið saman þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið plast yfir skálina og setjið í kæli í 1 klst.
  • Einnig er gott ef kjúklingurinn er í marineringu, yfir nótt.

Skref2

  • Hitið pönnu og setjið olíu og 40 g af smjöri og bræðið.
  • Steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann er alveg að verða tilbúinn, passið að fullelda hann ekki alveg.
  • Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar og undirbúið sósuna.

Skref3

  • Setjið restina af smjörinu á pönnuna ásamt niðurskornum lauk, gott er að skera laukinn smátt.
  • Steikið þar til laukurinn hefur náð að brúnast.
  • Bætið hvítlauknum saman við ásamt pastasósunni og rjómanum.
  • Bætið öllu kryddi saman við og látið suðu koma upp.
  • Bætið kjúklingnum út í sósuna og látð hann malla í 10 mínútur og hrærið reglulega í pottinum.

Skref4

  • Berið fram með hrísgrjónum, naanbrauði og ferskum kóriander.
  • Gott er að hita naan brauðið á pönnu með smjöri og sjávarsalti.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir