Menu
Jólaostatré með Óðalsostum

Jólaostatré með Óðalsostum

Breyttu hefðbundnum ostabakka í jólatré fyllt með Óðalsostum yfir hátíðirnar. Einfalt og fljótlegt með þínum uppáhalds ostum og meðlæti. Osta jólatré er fallegt fyrir augað og skreytir þar af leiðandi veisluborðið. Hentar vel sem forréttur fyrir næsta jólaboð.

Innihald

1 skammtar
Óðals Tindur
Óðals Búri
Óðals Cheddar
græn vínber
rauð vínber
kex
ferskt dill

Aðferð

  • Skerið ostana í ca. 1 cm þykkar sneiðar og skerið hverja sneið niður í jafna bita.
  • Ef þið eigið stjörnulaga form er hægt að mynda stjörnu úr ostinum fyrir toppinn en einnig er hægt að skera hana út fríhendis.
  • Raðið ostunum á fallegan bakka eða smjörpappír. Byrjið á því að setja stjörnu efst og raða svo ostum og vínberjum til skiptis á bakkann þannig að það myndast jólatré úr ostunum og vínberjum.
  • Skreytið með fersku dilli eða greni og notið kex sem fót fyrir tréð.
  • Berið fram með kexi og t.d. hráskinku eða öðru góðgæti.
Aðferð

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir