Menu
Kanil bollakökur

Kanil bollakökur

Bollakökur eru eins ólíkar og þær eru margar. Þessar eru frábærar fyrir kanilunnendur og kremið kemur skemmtilega á óvart.

Innihald

1 skammtar

Bollakökur:

smjör við stofuhita
hveiti
lyftiduft
salt
egg
vanilludropar
mjólk
púðursykur
kanill
sykur

Vanillu rjómaostakrem:

rjómaostur frá Gott í matinn
smjör, við stofuhita best að hafa það aðeins mjúkt
vanilludropar
flórsykur

Púðursykursgljái:

smjör
púðursykur
kanill

Skref1

  • Hitaðu ofninn í 180 gráður, raðaðu upp u.þ.b. 25 bollakökuformum á bökunarplötu.
  • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og settu til hliðar.
  • Hrærðu saman smjöri og sykri þangað til blandan verður mjúk og létt, bættu eggjunum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar í skálinni af og til, til þess að blanda deiginu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.
  • Blandaðu saman við hveitiblöndunni og mjólkinni smá og smá í einu og hrærðu á litlum hraða. Hrærðu vel saman.
  • Blandaðu púðursykri og kanil saman í skál svo úr verður kanilblanda.
  • Settu u.þ.b. 1 msk. af deigi í formin, 1 tsk. af kanilblöndunni, settu aðra msk. af deigi og aftur 1 tsk. af kanilblöndunni. Taktu hníf og snúðu honum í nokkra hringi í gegnum deigið, þannig að kanilblandan blandast gróflega við deigið. Bakaðu í rúmlega 15-20 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gullbrúnar að lit.

Skref2

  • Á meðan kökurnar bakast er vanillu rjómaostakremið búið til.
  • Ef þú vilt hafa mikið krem skaltu tvöfalda uppskriftina.
  • Hrærðu saman rjómaosti og smjöri þangað til blandan verður ljós og létt.
  • Bættu flórsykrinum smám saman við og hrærðu vel á milli. Bættu svo vanilludropum út í og hrærðu vel.
  • Sprautaðu kreminu á kökurnar þegar þær hafa kólnað. Til skrauts er hægt að strá örlitlum kanil yfir kremið og fyrir þá sem vilja hafa kökurnar sérstaklega sætar og girnilegar er gott að setja púðursykurs- og kanilgljáa ofan á.

Skref3

  • Púðursykursgljáinn er ekki nauðsynlegur en setur punktinn yfir i-ið.
  • Settu smjörið, púðursykurinn og kanilinn í lítinn pott yfir meðal hita og bræðið saman, passaðu að láta blönduna ekki sjóða.
  • Blandan þarf að kólna aðeins áður en hún er sett á kökurnar. Settu 1 msk. á hverja köku áður en þú setur kremið eða í staðinn fyrir kremið. Best er að kæla kökurnar örlítið inn í ísskáp áður en gljáinn er settur ofan á.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir