Menu
Karamellufylltar smákökur

Karamellufylltar smákökur

Það er einhver ró og hátíðleiki sem fylgir smákökubakstrinum og hverjum er ekki sama þó eldhúsið sé á hvolfi á eftir. Þessar smákökur eru svo sannarlega þess virði.

Innihald

1 skammtar
hveiti
kakó
matarsódi
sykur
dökkur púðursykur
smjör við stofuhita
egg
vanilludropar
H-berg hakkaðar heslihnetur
Rólóbitar
hvítt súkkulaði
smá smjör

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Blandið saman hveiti, kakói og matarsóda í skál og setjið til hliðar.
  • Blandið saman sykri, púðursykri og smjöri og hrærið vel, eða þangað til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel saman.
  • Bætið hveitiblöndunni saman við og hrærið vel, setjið því næst 70 g hakkaðar heslihnetur saman við og hrærið þangað til þær hafa blandast vel saman við deigið, restina af heslihnetunum er notað til þess að setja ofan á kökurnar. Setjið deigið í skal með plastfilmu ofan á og kældu í 30 mínútur.

Skref2

  • Setjið u.þ.b. 1 msk. af deigi utan um 1 stk. rólóbita, mikilvægt er að rólóbitinn sé vel inn í deiginu.
  • Myndið fallega kúlu úr deiginu og þrýstið einni hlið ofan í afgangs heslihneturnar og setjið á ofnplötu með bökunarpappír. Endurtakið þetta þar til deigið hefur klárast og hafið gott bil á milli. Hliðin með hnetunum á að snúa upp.
  • Bakið kökurnar í u.þ.b. 8 mínútur eða þar til kökurnar hafa sprungið örlítið að ofan. Passa þarf að baka þær ekki of lengi því þá lekur karamellan út úr kökunum og þær verða ljótar.
  • Takið kökurnar út og kælið vel.

Skref3

  • Bræðið hvítt súkkulaði með smá smjöri á lágum hita og setjið yfir kökurnar.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir