Menu
Súkkulaðikaka með vanillu smjörkremi

Súkkulaðikaka með vanillu smjörkremi

Innihald

12 skammtar

Súkkulaðikaka:

sykur
egg
hveiti
lyftiduft
kakó
mjólk
smjör brætt

Súkkulaðiglassúr:

flórsykur
kakó
smjör bráðið
kaffi
vanilludropar

Vanillu smjörkrem

smjör við stofuhita
flórsykur
vanilludropar (3-4 tsk)
mjólk (1-2 msk)

Súkkulaðikaka

  • Stilltu ofninn í 180 gráður og smurðu tvö meðalstór bökunarform, ef þú vilt hafa kökuna hærri eins og er á mynd þá smyrðu þrjú minni form.
  • Hrærðu sykur og egg saman þangað til blandan verður orðin létt og ljós í u.þ.b. 3 mínútur.
  • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og kakói saman og bættu smá og smá saman við, bræddu smjörið og heltu því saman við ásamt mjólkinni til skiptist. Hrærðu vel á milli
  • Settu deigið í bökunarformin og bakaðu í u.þ.b 20-50 mínútur, fer eftir hvort þú notar tvö eða þrjú bökunarform. Kældu botnana vel áður en þú smyrð á þá.

Súkkulaðiglassúr

  • Blandaðu flórsykri og kakó saman.
  • Bræddu smjörið og blandaðu saman við ásamt kaffinu og vanilludropum. Ef kremið er ennþá of þykkt er hægt að bæta við það heitu vatni en aðeins litlu í einu þangað til kremið verður mjúkt og fínt.
  • Settu kremið á milli botnanna og raðaðu þeim ofan á hvorn annan.

Vanillu smjörkrem

  • Hrærðu smjörið vel þangað til það er orðið mjúkt og létt. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk við, ef þér finnst það of þunnt má setja meiri flórsykur saman við.
  • Bættu flórsykrinum smá og smá saman við og hrærðu vel á milli.
  • Settu vanilludropa saman við ásamt mjólkinni.
  • Smurðu kreminu á kökuna eða skreyttu með sprautustút. Til þess að gera blúndurnar notaði ég wilton 125 og fyrir rósirnar notaði ég wilton 1M.
  • Gott er að kæla kökuna örlítið áður en hún er borin fram þá nær kremið að storkna að utan.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir