Menu
Bollur með kanil rjómaostakremi, Nutella og kókos

Bollur með kanil rjómaostakremi, Nutella og kókos

Uppskriftin dugar í um 15 bollur.

Innihald

1 skammtar

Vatnsdeigsbollur:

Vatn
Smjör
Hveiti
Salt
Egg

Kanil rjómaostafylling:

Rjómi frá Gott í matinn
Rjómaostur frá Gott í matinn
Sykur
Salt (sjávarsalt)
Vanilludropar
Kanill
Nutella
Kókos

Skref1

  • Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað.
  • Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu.
  • Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið.
  • Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél.

Skref2

  • Setjið smjörpappír á ofnplötu.
  • Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili.
  • Bakið við 200 gráður í 20 mínútur og passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstrinum.
  • Hitinn á bakaraofnum er mjög mismunandi. Ef ykkur finnst bollurnar vera að brúnast heldur fljótt er gott að lækka hitann í 170 gráður eftir 5 mínútur.
  • Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær.

Rjómaostakrem

  • Næst er það rjómaostakremið.
  • Þeytið rjómann þar til hann verður stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið.
  • Þeytið rjómaostinn, sykur, salt, vanilludropa og kanil saman í annarri skál þar til blandan verður ljós og létt.
  • Blandið rjómanum varlega saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

Samsetning

  • Skerið bollurnar, setjið rjómaostinn á milli og lokið bollunni.
  • Gott er að setja Nutella í skál og hita örlítið í örbylgjuofninum svo það verði mjúkt og auðvelt sé að setja það ofan á bollurnar.
  • Setjið 1 msk. af Nutella ofan á hverja bollu ásamt kókós.
  • Geymið bollurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir