Menu
Kjúklingur í grænu pestó með ostakubb og ólífum

Kjúklingur í grænu pestó með ostakubb og ólífum

Hér sameinast ljúffengur kjúklingur, ferskur ostakubbur og ómótstæðilegar ólífur í sannkallaða veislu fyrir bragðlaukana. Ólífur sem eldaðar eru með kjúklingnum taka í sig bragð frá sósunni svo þær mildast aðeins og því ættu þau sem eru ekki hrifin af ólífum að láta slag standa og prófa þennan rétt - við erum nokkuð viss um að það verði enginn fyrir vonbrigðum.

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
smjör
úrbeinuð kjúklingalæri (8-10 stk.)
ítölsk kryddblanda með hvítlauk
salt
svartur pipar
grænt pestó
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
hvítlauksrif
ostakubbur frá Gott í matinn
svartar ólífur
fersk basilíka

Tillaga að meðlæti

ferskt salat, pasta, brauð, sætar kartöflur, hrísgrjón

Skref1

  • Setjið smjör og olíu á pönnu og hitið.
  • Kryddið kjúklingalærin með ítalskri hvítlauksblöndu, salti og pipar og steikið á pönnunni í 4 mínútur. Gott er að steikja kjúklinginn við háan hita, ca. 2 mínútur á hvorri hlið fyrir sig, eða þar til hann hefur brúnast örlítið.

Skref2

  • Setjið pestó, rjóma og hvítlauk saman í skál og blandið vel saman. Bætið svo salti og pipar við og hrærið.
  • Setjið kjúklinginn í eldfast mót, hellið restinni af smjörinu og olíunni yfir kjúklinginn.
  • Skerið ostakubbinn niður í um 1 cm bita og setjið yfir kjúklinginn ásamt ólífum.
  • Hellið rjómalöguðu pestóblöndunni yfir kjúklinginn og eldið inn í ofn við 180 gráðu hita í 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Skref3

  • Saxið niður ferska basilíku og setjið yfir kjúklinginn.
  • Berið fram með fersku salati, pasta, sætum kartöflum eða því sem hugurinn girnist.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir