Menu
Vanillukaka með kanil-rjómaostakremi

Vanillukaka með kanil-rjómaostakremi

Þessi kaka inniheldur hvíta botna sem hægt er að nota með hvaða kremi sem er og gott er að stafla botnunum ofan á hvorn annan. Ég mæli þó með að notast við smjörkrem þegar á að stafla botnum ofan á hvorn annan þar sem það heldur betur en rjómaostakrem. Ég setti rjómaostakrem með kanil á kökuna í þetta sinn sem er einstaklega gott og bráðnar algjörlega í munni með blautri og bragðgóðri kökunni.

Innihald

12 skammtar
smjör
sykur
egg
hveiti
lyftiduft
salt
mjólk
súrmjólk
vanilludropar

Rjómaostakrem með kanil

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
smjör við stofuhita
kanill
flórsykur
vanilludropar

Botnar

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Setjið smjörpappír í botinn á tveimur hringlaga, meðalstórum bökunarformum, um 22-23 cm.
  • Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Blandið eggjum saman við, einu í senn og hrærið vel á milli.
  • Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið saman.
  • Blandið því varlega saman við deigið ásamt súrmjólkinni og mjólkinni.
  • Hellið þurrefnum saman við til skiptis við súrmjólkina og mjólkina. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að stoppa hrærivélina og skafa skálina að innan með sleif og hræra svo örlítið lengur. Passið ykkur samt á því að hræra ekki of mikið því þá getur kakan orðið seig.
  • Hellið deiginu jafnt í bæði formin og bakið í miðjum ofni í um 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
  • Passið að ofbaka kökurnar ekki.
  • Kælið botnana alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem

  • Hrærið rjómaost og smjör saman þar til blandan verður mjúk og slétt.
  • Setjið kanil saman við og hrærið.
  • Blandið flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Gott er að skafa skálina að innan af og til svo að allt nái að blandast vel saman. Bætið því næst vanilludropum saman við og hrærið.
  • Ef ykkur finnst kremið vera of linnt þá er gott að setja kremið inn í kæli í 20-30 mín áður en þið setjið það á kökuna svo það leki ekki allt niður.
  • Rjómaosturinn gerir það að verkum að kremið lekur aðeins en það er fljótt að lagast inn í kæli.

Samsetning

  • Setjið kremið á milli botnanna og þekjið alla kökuna með kreminu.
  • Skreytið kökuna með súkkulaðispænum.
  • Geymið kökuna inn í kæli þar til hún er borin fram.
  • Gott er þó að taka kökuna út um 20 mínútur áður á að gæða sér á henni.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir