Menu
Bollakökur með bláberjum og rjóma

Bollakökur með bláberjum og rjóma

Uppskriftin gerir um 30 bollakökur.

Innihald

1 skammtar
Hveiti
Lyftiduft
Salt
Smjör við stofuhita
Sykur
Egg við stofuhita
Vanilludropar
Rifinn börkur af sítrónu
Mjólk
Fersk eða frosin bláber

Rjómakrem:

Flórsykur
Rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitaðu ofninn í 180.
  • Raðaðu upp um 30 bollakökuformum á ofnplötur.

Skref2

  • Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti og settu til hliðar.
  • Hrærðu saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bættu eggjum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli.
  • Settu vanilludropa saman við.
  • Bættu hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni og hrærðu vel á milli.
  • Blandaðu saman við berki af sítrónu og bláberjum og hrærðu varlega saman við með sleif.

Skref3

  • Settu deigið í formin og reyndu að fylla þau ekki meira en um 2/3.
  • Bakið í rúmlega 25 mínútur.
  • Kælið kökurnar alveg og búið til rjómablönduna á meðan.

Skref4

  • Þreytið rjómann þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bætið þá við flórsykrinum og þeytið þar til rjóminn er orðinn stífur en passið að þeyta rjómann ekki of mikið.
  • Setjið ofan á kökurnar og skreytið með ferskum bláberjum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir