Menu
Piparkökumarengs í glasi

Piparkökumarengs í glasi

Einnig er hægt að gera marengsköku úr þessari uppskrift en þá mæli ég með að tvöfalda marengsinn og gera tvo botna. Setja rjóma á milli og nóg af karamellu ofan á ásamt piparkökum.

Innihald

6 skammtar
eggjahvítur
sykur
piparkökur, hakkaðar
rjómi frá Gott í matinn

Púðursykurskaramella:

púðursykurskaramella
rjómi frá Gott í matinn
smjör
salt
vanilludropar

Skref1

  • Þeytið eggjahvítur og bætið sykri saman við. Þeytið þar til marengsinn verður stífur og stendur.
  • Hakkið piparkökurnar gróflega niður og hrærið saman við marengsinn með sleif.
  • Setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndið hring úr marengsinum.
  • Bakið við 150 gráðu hita í 30-40 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu.
  • Leyfið marengsinum að kólna og brjótið hann svo gróflega niður.

Skref2

  • Útbúið nú karamelluna með því að setja allt hráefni saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið af og til.
  • Þegar púðursykurinn er alveg bráðnaður saman við allt látið þá karamelluna sjóða í nokkrar mínútur, hrærið stanslaust svo hún brenni ekki við.
  • Því lengur sem þið hitið hana því þykkri verður hún.
  • Setjið karamelluna í ílát/krukku og kælið t.d. inni í ísskáp í örstutta stund.
  • Karamellan má ekki vera sjóðandi heit þegar hún er sett ofan á rjómann því annars bráðnar hann.

Skref3

  • Þeytið rjóma á meðan að karamellan er að kólna.
  • Setjið rjóma í glas/skál, setjið marengsbita ofan á og síðan karamellu. Endurtakið þar til glasið er orðið fullt.
  • Setjið karamellu ofan á toppinn ásamt hökkuðum piparkökum.
  • Skreytið með piparkökum að vild.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir