Menu
Nutella-ostamús með Oreo og rjóma

Nutella-ostamús með Oreo og rjóma

Frábær og ómótstæðilegur eftirréttur í boði Thelmu Þorbergs.

Innihald

6 skammtar
oreo kexkökur
smjör
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
nutella hnetusmjör
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn

Toppur

rjómi frá Gott í matinn
súkkulaðispænir
salthnetur

Aðferð

  • Setjið Oreo-kex í matvinnsluvél og hakkið vel.
  • Bræðið smjör og blandið því saman við kexið og hrærið vel saman.
  • Skiptið kexblöndunni á milli glasanna og þrýstið niður í botninn.
  • Hrærið rjómaostinn og hnetusmjörið saman þar til blandan verður létt og mjúk.
  • Bætið vanilludropum saman við og hrærið vel.
  • Þeytið rjóma og blandið honum saman við rjómaostablönduna með sleif.
  • Setjið rjómaostablönduna í sprautupoka og sprautið henni jafnt í glösin.
  • Setjið plastfilmu yfir glösin og kælið í um 2 tíma.

Toppur

  • Þeytið rjóma og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina.
  • Skreytið með súkkulaðispónum og söxuðum salthnetum.
  • Geymið í kæli þar til ostamúsin er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir