Helena Gunnarsdóttir

Helena Gunnarsdóttir

Það jafnast fátt á við gæðastundir í eldhúsinu. Ég er týpan sem les matreiðslubækur fyrir svefninn og get gleymt mér yfir matreiðsluþáttum og öllu sem viðkemur matargerð. Ég bý með eiginmanni mínum og sex ára syni. Sá litli er sennilega besti og hreinskilnasti matargagnrýnandi sem finnst og alltaf til í að smakka. Síðastliðin tvö ár hef ég haldið úti matarblogginu www.eldhusperlur.com. Það byrjaði smátt en hefur vaxið og dafnað, inniheldur nú á annað hundrað uppskrifta og á stóran og tryggan hóp skemmtilegra lesenda. Ég leitast ávallt við að vera með einfalda matargerð þar sem hráefnin fá að njóta sín og er lítið fyrir að flækja eldamennskuna. Vona að þið njótið þess að lesa og prófa uppskriftirnar!

Viltu fylgjast með þessum bloggara?

Skráðu þig til að fá nýjustu færslurnar sendar!