Menu
Skrímslaborgarar

Skrímslaborgarar

Hrekkjavakan er framundan og þá er svo gaman að leika sér aðeins með matinn. Það þarf alls ekki að vera flókið að færa hversdagslegan mat eða bakað góðgæti í hrekkjavökubúning með því að skera út tennur og setja augu hér og þar og upplagt að gera það með krökkum. Þessir borgarar slóu allavega rækilega í gegn hjá mínum sex ára hrekkjavöku aðdáanda.

Innihald

2 skammtar
hamborgarar
hamborgarabrauð
sneiðar Óðals Maribo ostur í sneiðum
tómatsósa
tómatar
laukur
salat
súrar gúrkur
ólífur og trépinnar

Skref1

  • Skerið grænmeti í sneiðar og skerið tennur í ostinn með beittum hníf.
  • Setjið ólífur á trépinna og skerið súra gúrku langsum.

Skref2

  • Steikið eða grillið hamborgarana þar til þeir eru eldaðir í gegn og látið hvíla á diski.
  • Leggið ostsneið ofan á eldaða hamborgarana og stingið súrru gúrku undir ef þið viljið hafa tungu á skrímslinu.

Skref3

  • Raðið svo hamborgaranum saman.
  • Salat neðst, því næst tómatur og laukur, hamborgari, tómatsósa og lokið.
  • Toppið með ólífuaugum eða skerið út þríhyrninga fyrir augu.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir