Menu
Hátíðar tartalettur með Óðals Tindi

Hátíðar tartalettur með Óðals Tindi

Heitar tartalettur eru ómissandi á mörgum heimilum um jólin. Það er gaman að prófa sig áfram með hinar ýmsu útfærslur og hér höfum við himneskar hátíðar tartalettur með Óðals Tindi, skinku og aspas.

Innihald

10 skammtar
Óðals Tindur
góð skinka
majónes
18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
Dijon sinnep
aspas í bitum
aspas safi
tilbúnar tartalettuskeljar

Aðferð

  • Hitið ofn í 180 gráður.
  • Rífið ostinn með grófu rifjárni og setjið í skál.
  • Skerið skinkuna í litla bita og setjið saman við.
  • Hrærið afgangnum af hráefnunum saman og blandið vel.
  • Skiptið fyllingunni í tartalettuskeljarnar og bakið í um það bil 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og tekið á sig fallegan gullbrúnan lit.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir