Menu
Quesadilla með Dala Brie, vorlauk og vínberjum

Quesadilla með Dala Brie, vorlauk og vínberjum

Hér er á ferðinni svona “slá í gegn” samsetning sem allir vilja uppskriftina að. Mjúkur osturinn, sæt og stökk vínber og ferskur vorlaukur einfaldlega smellpassar saman! 

Frábær smáréttur með köldum drykk eða á veisluborðið. Hentar fyrir 4 sem smáréttur.

Innihald

4 skammtar
Meðalstórar tortillakökur
Dala Brie
Nokkur vínber, skorin í tvennt
Vorlaukar, smátt saxaðir (2-3 stk.)
Smjör

Skref1

  • Skerið ostinn í sneiðar þvert á stykkið þannig að þið fáið langar og frekar þunnar sneiðar.
  • Skerið vínberin í tvennt og vorlaukinn smátt.
Skref 1

Skref2

  • Raðið ostasneiðunum yfir tvær tortillakökur.
  • Dreifið vínberjum jafnt yfir ásamt vel af vorlauk.
  • Leggið aðra tortillaköku ofan á.

Skref3

  • Hitið pönnu á meðal-háum hita og bræðið 1 msk af smjöri.
  • Steikið fyllta tortillakökuna í um 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til osturinn bráðnar og kökurnar eru stökkar og gullinbrúnar. Gott er að nota stóran spaða til að snúa kökunni við eða leggja disk ofan á og hvolfa pönnunni.
Skref 3

Skref4

  • Bræðið meira smjör og endurtakið með seinni kökuna.
  • Skerið í sneiðar og berið fram volgt eða við stofuhita.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir