Menu
Steikarsalat með Stóra Dímon og grilluðum maís

Steikarsalat með Stóra Dímon og grilluðum maís

Samsetning hráefna í þessu salati er eitthvað sem dansar við mína bragðlauka. Dúnmjúkt nautakjöt, grillaður maís og ferskir tómatar sem smellpassa svo einstaklega vel við bragðmikinn ostinn og gómsæta salatdressingu.

Innihald

2 skammtar
salatblanda að eigin vali
kirsuberjatómatar, gjarnan gulir og rauðir
ferskur maís
Stóri Dímon
nautalund eða annar vöðvi
smjör
ólífuolía
salt og pipar

Salatdressing

balsamikedik
ólífuolíu
hunang
dijon sinnep
salt og pipar eftir smekk
fersk steinselja, smátt söxuð

Skref1

  • Byrjið á að pensla nautakjötið með ólífuolíu, kryddið vel með salti og pipar og grillið þar til eldað eftir ykkar smekk. Ég fer með mitt upp í 56 gráður í kjarnhita. Látið kjötið hvíla á meðan þið útbúið restina af salatinu.

Skref2

  • Penslið maísinn með dálitlu smjöri, salti og pipar og grillið við háan hita þar til rendur myndast á maísnum.
  • Skerið svo maísinn utan af stönglinum.

Skref3

  • Setjið salatið saman, leggið salatblöndu í botninn á fallegri skál, raðið því næst tómötum, maís og klípið ostinn í litla bita og dreifið yfir.
  • Skerið nautakjötið í þunnar sneiðar og leggið ofan á salatið.

Skref4

  • Hristið öll innihaldsefnin í salatdressinguna saman í krukku eða pískið saman í skál og hellið yfir salatið, berið restina fram með salatinu.
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir