Menu
Grillaður calzone með skinku og sveppum

Grillaður calzone með skinku og sveppum

Eftir hörkuvetur er svo dásamlegt að draga grillið fram að nýju. Þennan ljúffenga calzone eða hálfmána er upplagt að baka á grillinu en má auðvitað líka baka í ofni. Við styttum okkur leið með því að kaupa tilbúið pizzudeig og pizzasósu og fyllum svo með áleggi og nóg af osti, penslum með hvítlauksolíu og rétturinn slær í gegn!

Innihald

1 skammtar
tilbúið pizzadeig
pizzasósa eftir smekk
skinka
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
sveppir
hvítlauksolía
pizzakrydd

Skref1

  • Hitið grillið á fullan hita eða bakarofn í 240 gráður.
  • Fletjið pizzadeigið út í hring og leggið á bökunarpappír.

Skref2

  • Penslið helminginn af hringnum með þunnu lagi af pizzasósu, setjið nóg af osti ofan á sósuna ásamt skinku og þunnt sneiddum sveppum.
  • Leggið hinn helminginn yfir áleggið og þrýstið samskeytunum vel saman til að loka hálfmánanum.
  • Stráið pizzakryddi og dálítið af rifnum osti yfir.

Skref3

  • Setjið á vel heitt grillið og slökkvið strax á þeim brennara sem er beint undir hálfmánanum.
  • Látið bakast á lokuðu grilli við óbeinan hita í um það bil 10-15 mínútur eða þar til hálfmáninn er gullinbrúnn og osturinn vel bráðnaður.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir