Menu
Anti Pasti

Anti Pasti

Ljúffeng uppskrift sem er fullkomin á smáréttaborðið eða með köldum drykk.

Innihald

8 skammtar
frosið smjördeig, látið þiðna í ísskáp
Dijon sinnep eftir smekk
grillaðar paprikur í olíu, smátt skornar
grillaðir ætiþistlar í olíu, smátt skornir
sólþurrkaðir tómatar og/eða svartar ólífur eftir smekk (má sleppa)
Ostakubbur frá Gott í matinn
egg
ferskt basil

Skref1

  • Skerið smjördeigið í hæfilega bita, gott að miða við að hver sneið sé um 4 munnbitar.
  • Skerið ramma í hverja deigsneið með beittum hníf en gætið þess að fara ekki í gegn. Hafið rammann um ½ cm á breidd.
  • Stingið með gaffli í deigið innan rammans.

Skref2

  • Takið paprikur og ætiþistla upp úr krukkunum og skerið í bita.
  • Smyrjið þunnu lagi af dijon sinnepi á deigið og setjið 1-2 msk. af grænmetinu ofan á.
  • Myljið að lokum ostakubbinn (áður fetakubb) yfir og penslið svo rammann með eggi.
  • Bakið við 220 gráður í um 10-12 mínútur.

Skref3

  • Rífið smá ferskt basil yfir áður en borið fram.
  • Bitarnir eru góðir volgir eða við stofuhita.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir