Menu
Piparkökukúlur

Piparkökukúlur

Dásamlega góðu kúlur sem minna helst á gömlu góðu kókoskúlurnar. Ótrúlega skemmtileg tilbreyting og bragðið er eins og af piparkökudeigi.

Uppskriftin er sáraeinföld og upplagt að leyfa krökkum útbúa þessar gómsætu jólakúlur. Ég velti kúlunum upp úr hvítum skrautsykri en þá má líka alveg notast við kókosmjöl eða til dæmis perlusykur.

Innihald

1 skammtar
mjúkt smjör
sykur
fínvalsaðir hafrar
sjávarsalt
vanillusykur
kanill
kakó
engiferduft
negull
vatn

Aðferð

  • Þeytið saman smjör og sykur.
  • Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman.
  • Mótið litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr skrautsykri eða kókosmjöli.
  • Geymið í lokuðu íláti í kæli. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir