Menu
Hvít súkkulaði skyrterta með Maltesers botni

Hvít súkkulaði skyrterta með Maltesers botni

Góðar skyrtertur slá alltaf í gegn og þessi er alls engin undantekning.

Innihald

12 skammtar
KEA skyr vanilla
rjómi frá Gott í matinn
vanillustöng
hvítt súkkulaði
Maltesers súkkulaðikúlur (1 poki)
Lu bastogne kanilkex
brætt smjör
Bláber og jarðarber til skrauts

Skref1

  • Myljið súkkulaðikúlurnar og kexið saman í frekar grófa mylsnu.
  • Bræðið smjörið og hrærið því saman við mylsnuna.
  • Þrýstið vel í botninn á lausbotna kökuformi.
  • Kælið.

Skref2

  • Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  • Skafið fræin úr vanillustönginni og setjið saman við rjómann og þeytið saman þar til stífþeyttur.
  • Blandið rjómanum varlega saman við skyrið og bætið bræddu súkkulaðinu saman við.
  • Hellið yfir kexbotninn og kælið í a.m.k. 2 klst.

Skref3

  • Losið úr forminu og skreytið með berjum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir