Menu
Sylvíukaka

Sylvíukaka

Þessi dásamlega sænska og sumarlega kaka með yndislegu vanillubragði og besta kremi heims slær alltaf í gegn. Hér er hún í stærð sem smellpassar í klassískt skúffukökuform og fullkomin til að skera í litla passlega gula og dúnmjúka teninga. Mig langar að taka hana með í lautarferð en það er kannski ekki tímabært nema bara innandyra.

Innihald

1 skammtar
egg
sykur
hveiti
vanillusykur
lyftiduft
heitt vatn

Vanillukrem

smjör
flórsykur
eggjarauður
vanillusykur

Ofan á kökuna

kókosmjöl, magn eftir smekk

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður, yfir og undir hita með blæstri og smyrjið eða klæðið skúffukökuform að innan með bökunarpappír.
  • Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
  • Sigtið saman við hveiti, vanillusykur og lyftiduft og blandið varlega saman við með sleikju.
  • Bætið vatninu saman við að lokum og blandið saman við með sleikju.
  • Hellið í smurt eða bökunarpappírsklætt skúffukökuform og bakið í 25 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðja kökuna kemur hreinn upp.

Skref2

  • Gerið kremið á meðan kakan kólnar lítið eitt.
  • Bræðið smjör í potti við meðalhita og lækkið hitann niður þegar það hefur bráðnað alveg.
  • Bætið flórsykrinum út í og pískið saman við þar til alveg blandað saman.
  • Meðan potturinn er enn á mjög vægum hita, bætið eggjarauðum og vanillusykri út í og hrærið í 1-2 mínútur eða þar til kremið er þykkt og slétt.

Skref3

  • Hellið kreminu yfir kökuna (allt í lagi þó hún sé ennþá volg).
  • Stráið kókosmjöli yfir.
  • Kremið stífnar þegar það kólnar en það má alveg bera kökuna fram volga.
  • Kakan geymist vel undir loki í ísskáp í nokkra daga.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir