Menu

Sýrður rjómi 36%

Sýrður rjómi – 10%, 18% og 36% – er ómissandi þegar gera á kaldar sósur og ídýfur, í salöt og margt annað. Hann er léttur og frísklegur og hentar vel með ýmsum eftirréttum, til dæmis út á ferska eða grillaða ávexti, svo og með súkkulaðiköku eða eplaböku. Hægt er að velja um þrenns konar fituinnihald og ættu allir að geta fundið sýrðan rjóma sem hentar þeim.

Innihald:
Rjómi, sýrður með mjólkursýrugerlum, ostahleypir.

Næringargildi í 100 g:

Orka 1407/342 kcal
Prótein 2,2 g
Kolvetni 2,2 g
- þar af ein og tvísykrur 2,2 g
Fita 36,0 g
- þar af mettaðar fitusýrur 21,1 g
Salt 0,1 g

%RDS*
A-vítamín 345 µg 43%

*Hlutfall af ráðlögðum dagskammti