Menu
Ostafranskar með ljúffengri sósu - Ketó

Ostafranskar með ljúffengri sósu - Ketó

Einfaldar og fljótlegar ostafranskar sem henta vel sem forréttur í matarboðið eða bara einar og sér þegar mann langar í eitthvað djúsí án kolvetna.

Innihald

1 skammtar

Ostafranskar

Grillostur frá Gott í matinn
olía, t.d. avocado eða ólífuolía
paprikukrydd

Sósa

sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
trufflu aioli
jalapeno sneiðar í krukku

Aðferð

  • Skerið grillostinn niður í hæfilegar sneiðar og kryddið örlítið með paprikukryddi.
  • Steikið á pönnu á miðlungshita með olíu þar til osturinn er orðinn fallega gylltur.
  • Blandið saman 36% sýrðum rjóma, truffli aioli og niðurskornu jalapeno sneiðunum.

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir