Menu
Ljúffengur kjúklingaréttur frá lækninum í eldhúsinu

Ljúffengur kjúklingaréttur frá lækninum í eldhúsinu

Fljótlegt kjúklingastroganoff með basmati hrísgrjónum.

Ætli stærsti kosturinn við þennan kjúklingarétt sé ekki að hann er á sama tíma einkar ljúffengur og fljótlegur. Galdurinn er að nota ungverskt paprikuduft - ég notaði tvenns konar paprikuduft, bæði sterkt og sætt og það ljáði réttinum smá hita og ljúfa sætu.

Innihald

5 skammtar
úrbeinuð kjúklingalæri
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn (2 dósir)
kjúklingasoð
sveppir
gulir laukar
hvítlauksrif
smjör
jómfrúar ólífuolía
sterkt paprikuduft
sætt paprikuduft
dijon hunangssinep
ferskur graslaukur, smátt skorinn
worchestershire sósa
salt og pipar

Meðlæti:

basmati hrísgrjón
salt vatn

Skref1

  • Byrjið á því að sneiða sveppina, laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukinn smátt niður.
  • Bræðið helminginn af smjörinu á pönnu og steikið laukinn í nokkrar mínútur þangað til að hann er mjúkur. Bætið þá papríkuduftinu saman við og ristið á pönnunni í mínútu eða svo.
  • Bætið næst sveppunum og hvítlauknum saman við og steikið í nokkrar mínútur þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Gætið þess að brenna ekki hvítlaukinn.
  • Bætið næst sinnepinu saman við og blandið vel saman. Setjið sveppina og laukinn til hliðar.
Skref 1

Skref2

  • Skerið kjúklinginn í strimla.
  • Bætið restinni af smjörinu og olíunni á pönnuna og steikið kjúklinginn vandlega.
  • Saltið og piprið.
Skref 2

Skref3

  • Bætið því næst sveppunum og lauknum saman við og blandið vel saman.
  • Bætið heitu kjúklingasoði saman við og sjóðið niður í fimm mínútur.
Skref 3

Skref4

  • Bætið að lokum sýrða rjómanum saman við og hrærið varlega.
  • Sjóðið rjómann upp og svo niður um þriðjung.
  • Smakkið sósuna og bragðbætið með salti, pipar og Worchestershire sósu eins og bragðlaukarnir kveða á um.
Skref 4

Skref5

  • Á meðan verið er að vinna í stroganoffinu - sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
  • Svo er bara að kalla fjölskylduna að borðinu og njóta. Þetta er algert sælgæti!

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson