Menu
Risarækju taco

Risarækju taco

Þetta einfalda og einstaklega bragðgóða risarækju taco er bæði ferskt og gott og sósan setur heldur betur punktinn yfir i-ið. Uppskriftin dugar fyrir þrjá en auðvelt er að stækka uppskriftina.

Innihald

3 skammtar
litlar taco pönnukökur
risarækjur
hvítlauksrif, eða meira eftir smekk
smjör
olía
salt og pipar

Taco sósa

sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
lime
cumin krydd
hvítlaukssalt
cayanne pipar
hot sauce

Guacamole

avocado
rauðlaukur
tómatur
lime
salt og pipar

Rauðkálssalsa

rauðkálshaus
taco sósa

Skref1

  • Fínt er að byrja á að gera guacamole og taco sósuna.
  • Avocadoið er stappað og fínt skornum rauðlauk og tómat er bætt við og hrært saman.
  • Síðan er lime safa, salti og pipar bætt við.

Skref2

  • Hrærið saman sýrðum rjóma, lime safa, hvítlaukssalti, cayanne pipar og hot sauce.
  • Þá er taco sósan tilbúin.
  • Skerið næst rauðkál niður og bætið við 2 msk. af taco sósunni sem þið voruð að útbúa.
  • Hrærið saman og geymið til hliðar.
  • Þá er allt meðlætið sem fara í tacoið tilbúið og þá er ekkert eftir en að elda rækjurnar og steikja pönnukökurnar.

Skref3

  • Rækjurnar fara í eldfast form með bræddu smjöri, söxuðum hvítlauk, salti og pipar og eldaðar í ofni á 250 gráðum í 5-7 mínútur.
  • Einnig er hægt að steikja rækjurnar á pönnu með smjöri, hvítlauk, salti og pipar í um 3 mínútur á hvorri hlið.

Skref4

  • Á litla pönnu fara nokkrar msk. af olíu og hún hituð vel.
  • Pönnukökurnar eru svo snögg steiktar upp úr olíunni.
  • Mér finnst kökurnar bestar steiktar en einnig er hægt að setja þær í ofn 1-2 mínútur við 180-200°C rétt til að hita þær
Skref 4

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir