Menu
Dökk og dúnmjúk djöflaterta

Dökk og dúnmjúk djöflaterta

Eftir miklar vangaveltur um fyrstu uppskrift ársins þá fannst mér það eina rétta í stöðunni að hlaða í eina klassíska, dökka og svo djúsí djöflatertu. Það er sýrður rjómi bæði í kökunni og kreminu sem er dálítið nýtt og skemmtilegt og auðvitað einstaklega ljúffengt. 

Innihald

1 skammtar

Djöflaterta

hveiti
kakó
sykur
matarsódi
lyftiduft
salt
smjör, brætt
olía
egg, stór
kaffi, uppáhellt
vanilluextract
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn (180 g)
mjólk

Súkkulaðikrem

súkkulaði
36% sýrður rjómi frá Gott í matinn (360 g)
síróp
vanilluextract
smá sjávarsalt

Djöflaterta

  • Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
  • Pískið öllum þurrefnunum sex saman í stórri skál.
  • Bræðið smjörið og látið mesta hitann rjúka úr því.
  • Blandið restinni af hráefnunum vel saman í skál og hellið út í þurrefnin. Blandið vel saman en gætið þess að hræra ekki of mikið.
  • Skiptið deiginu jafnt í tvö hringlaga, u.þ.b. 20 cm kökuform og bakið þar til bakað í gegn eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp.
  • Mínar kökur voru í 40 mínútur í ofninum.

Súkkulaðikrem

  • Bræðið súkkulaðið alveg.
  • Takið af hitanum og hrærið sýrðum rjóma, sírópi, vanillu og salti vel saman við þar til þið hafið silkimjúkt krem.
  • Best er að nota kremið fljótlega þar sem það stífnar aðeins þegar það fær að standa.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir