Menu
Ofnbakaður lax með sýrðum rjóma og sinnepi

Ofnbakaður lax með sýrðum rjóma og sinnepi

Frábær fjölskylduréttur.

Innihald

4 skammtar
lax
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
smátt saxaður laukur
dijon sinnep
sætt sinnep
brauðraspur
púðursykur
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Raðið laxinum í eldfast mót og kryddið með salti og pipar.

Skref2

  • Hrærið saman saxaðan lauk, dijonsinnep, sætt sinnep og sýrðan rjóma og smyrjið vel yfir laxinn.

Skref3

  • Blandið saman brauðraspi og púðursykri og stráið yfir sinnepsblönduna og laxinn.

Skref4

  • Bakið við 170°C í 20-25 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson