Menu

Vikumatseðill 8.-14. desember

Hafðu það huggulegt heima í desember og dragðu úr kröfunum sem við setjum oft á okkur sjálf í aðdraganda hátíðanna. Reynum að einfalda okkur lífið eins og við getum og það má líka í eldhúsinu þegar mikið er að gera. Uppskriftir vikunnar eru því sérstaklega þægilegar og svo má nostra aðeins um helgina og skella í hátíðarísinn og mögulega bakaða ostaköku með eplum og karamellu.