Ef þú ert týpan sem elskar ostakökur, eplakökur og bökur, jafnvel karamellu og svolítið kröns þá er þetta kaka sem þú bara verður að prófa! Það nær eiginlega engri átt hvað hún er góð. Uppskriftin lítur út fyrir að vera svolítið flókin en í sannleika sagt er hún það alls ekki. Eina vesenið er að þurfa að bíða eftir því að hún kólni alveg en það er algerlega þess virði.
Botninn er stökkur, klassískur ostakökubotn með kanilkexi, þar næst kemur silkimjúk ostakökufylling, ofan á það kemur gómsætt eplakökulag og til þess að toppa þetta alveg kemur þar ofan á stökkt crumble. Vantar ekki eitthvað? Jú, ofan á allt saman kemur saltkaramella! Ef þig langar að slá um þig í pálínuboðinu um jólin þá mæli ég með!