Menu
Bökuð ostakaka með eplum og karamellu

Bökuð ostakaka með eplum og karamellu

Ef þú ert týpan sem elskar ostakökur, eplakökur og bökur, jafnvel karamellu og svolítið kröns þá er þetta kaka sem þú bara verður að prófa! Það nær eiginlega engri átt hvað hún er góð. Uppskriftin lítur út fyrir að vera svolítið flókin en í sannleika sagt er hún það alls ekki. Eina vesenið er að þurfa að bíða eftir því að hún kólni alveg en það er algerlega þess virði.

Botninn er stökkur, klassískur ostakökubotn með kanilkexi, þar næst kemur silkimjúk ostakökufylling, ofan á það kemur gómsætt eplakökulag og til þess að toppa þetta alveg kemur þar ofan á stökkt crumble. Vantar ekki eitthvað? Jú, ofan á allt saman kemur saltkaramella! Ef þig langar að slá um þig í pálínuboðinu um jólin þá mæli ég með!

Innihald

1 skammtar

Kexbotn

biscoff kex eða annað kanilkex
brætt smjör

Eplakökufylling

smjör
græn epli, skorin smátt
púðursykur
hlynsíróp
kanill
negull
engifer
0,,25 múskat
salt
safi úr hálfri sítrónu
maizena mjöl
vatn
vanilludropar

Crumble toppur

hveiti
haframjöl, fínt
púðursykur
brætt smjör
kanill

Ostakökufylling

rjómaostur með hvítu súkkulaði frá MS
sykur
vanilludropar
salt
grísk jógúrt frá Gott í matinn
egg við stofuhita

Saltkaramella

sykur
vatn
rjómi frá Gott í matinn
smjör
sjávarsalt

Kexbotn

  • Klæðið ílangt kökuform með bökunarpappír og setjið til hliðar.
  • Vinnið kexið smátt í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið saman.
  • Þjappið blöndunni í botninn á forminu og farið aðeins upp á hliðarnar.
  • Setjið botninn í kæli á meðan eplafyllingin er útbúin:

Eplakökufylling

  • Afhýðið og skerið eplin í litla bita.
  • Setjið smjörið á pönnu og steikið eplin í smástund áður en púðursykrinum, hlynsírópinu, kryddunum, salti og sítrónusafa er bætt út á.
  • Steikið við meðalhita þar til sykurinn er uppleystur og eplin farin að verða mjúk, þetta getur tekið allt að 10 mínútur.
  • Hrærið þá saman maizena mjölinu og vatni og bætið við eplafyllinguna. Hrærið þar til fyllingin hefur þykknað.
  • Takið pönnuna af hellunni og leyfið þessu að kólna.

Crumble toppur

  • Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál og setjið inn í kæli á meðan ostakökufyllingin er gerð.

Ostakökufylling

  • Setjið rjómaostinn í skál og hrærið í með písk.
  • Bætið sykri, vanillu og salti saman við og hrærið.
  • Setjið þá grísku jógúrtina saman við og hrærið vel þar til allir kekkir eru farnir.
  • Bætið við egginu og hrærið þar til allt er vel samblandað. Varist þó að hræra of mikið.

Saltkaramella

  • Setjið sykur og vatn í þykkbotna pott og bræðið sykurinn við miðlungs hita. Varist að hræra í sykrinum, hann hleypur þá í kekki. Best er að leyfa sykrinum alveg að bráðna í friði.
  • Þegar sykurinn er bráðinn og kominn fallega brúnn litur á hann hellið þið rjómanum saman við og hrærið rösklega þar til rjóminn samlagast sykrinum.
  • Bætið þá smjörinu og saltinu saman við og hrærið þar til karamellan er samlöguð. Setjið í hreina krukku og geymið í kæli.

Samsetning

  • Byrjið á því að hita vatn í potti eða hraðsuðukatli og hita ofninn í 175°C með blæstri. Takið fram eldfast mót sem kökuformið passar í.
  • Takið formið með kexbotninum úr kæli og hellið ostakökublöndunni yfir botninn. Sléttið úr með skeið.
  • Setjið því næst eplakökufyllinguna yfir ostakökulagið og dreifið vel úr.
  • Takið þá crumble toppinn úr kæli og myljið yfir eplin.
  • Setjið formið í eldfast mót og hellið sjóðandi heitu vatni í formið þannig að það nái upp að sirka miðju formsins með ostakökunni. Passið vel að ekkert vatn fari ofan í ostakökuna.
  • Setjið í formin í ofninn og bakið í 40 mín.
  • Takið eldfasta mótið úr ofninum en leyfið ostakökunni að standa í vatninu í nokkrar mínútur. Takið þá formið uppúr og leyfið kökunni að ná stofuhita. Setjið hana þá í kæli og kælið yfir nótt.
  • Áður en kakan er borin fram dreifið þá vel af saltkaramellu yfir kökuna, uppskrift fylgir en hægt er að nota hvaða karamellu sem er.
Samsetning

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal