Menu
Fiskréttur með ljúffengri paprikusósu

Fiskréttur með ljúffengri paprikusósu

Virkilega bragðgóður rjómalagaður fiskréttur sem öll fjölskyldan kunni vel að meta. Fiskipannan er góð ein og sér en fyrir börn er gott að bera fram með réttinum soðið pasta, það passar einstaklega vel með ljúffengri sósunni. 

Innihald

4 skammtar
þorskhnakkar eða annar hvítur fiskur
stór gulur laukur
rauðar paprikur
hvítlauksrif
smjör
tómatpaste
paprikuduft
niðursoðnir tómatar (1 dós)
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
kjúklingakraftur
hunang eða önnur sæta
salt og pipar
ferskur graslaukur
kirsuberjatómatar

Skref1

  • Skerið fiskinn í passlega bita, saltið létt og setjið til hliðar.

Skref2

  • Saxið lauk, paprikur og hvítlauk smátt og steikið á pönnu upp úr smjörinu þar til mýkist aðeins.
  • Bætið tómatpaste, paprikudufti, niðursoðnum tómötum og matreiðslurjóma út á pönnuna og hleypið suðunni upp.
  • Kryddið með kjúklingakrafti, hunangi, salti og pipar eftir smekk og leyfið að malla í 5-10 mínútur eða þar til sósan þykknar aðeins.

Skref3

  • Leggið fiskbitana í sósuna og leyfið þeim að hreiðra aðeins um sig.
  • Dreifið kirsuberjatómötum yfir eftir smekk, setjið lokið á og leyfið að sjóða við vægan hita í 6-7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
  • Stráið ferskum graslauk yfir og berið fram.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir