Menu
Kjúklingabringur í rjómasósu

Kjúklingabringur í rjómasósu

Ofnbakað grænmeti, kjúklingur og djúsí rjómasósa er klassík. Hér var ég að prófa að nota rjómaost með svörtum pipar og útkoman var algjörlega dásamleg.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur (3-4 stk. eftir stærð)
rjómaostur með svörtum pipar frá MS
rjómi frá Gott í matinn
hvítlauksrif
púðursykur
soyasósa
sítrónusafi
salt, pipar og hvítlauksduft
ólífuolía og smjör til steikingar

Meðlæti

ofnbakað grænmeti eftir smekk

Skref1

  • Skerið niður það rótargrænmeti sem ykkur þykir gott, setjið vel af ólífuolíu og kryddum yfir.
  • Setjið inn í ofn við 190°C í um 40 mínútur.

Skref2

  • Skerið því næst bringurnar langsum í tvo hluta.
  • Steikið þær upp úr blöndu af smjöri og ólífuolíu og brúnið vel allar hliðar, klárið síðan að elda þær með grænmetinu í ofninum í 15-20 mínútur.

Skref3

  • Notið sömu pönnu til að steikja hvítlauksrifin, bætið smá olíu og smjöri fyrst á pönnuna.
  • Hellið þá rjóma og rjómaosti yfir og pískið þar til kekkjalaus sósa hefur myndast.
  • Bragðbætið með púðursykri, soyasósu, sítrónusafa og kryddum.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir