Menu
Einfaldar tortillur með hakki og osti

Einfaldar tortillur með hakki og osti

Þegar þig langar í eitthvað fljótlegt og gott er hérna skotheld uppskrift sem klikkar aldrei. Grillaðar tortillur, brotnar saman í fernt með hakki, grænmeti og ostasósu eru dásamlega bragðgóðar og ofureinfalt að græja.

Innihald

4 skammtar
nautahakk
mexíkó krydd (t.d. Santa Maria)
tortillakökur
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
ferskt salat
tómatur, niðurskorinn
tilbúin ostasósa

Meðlæti

sýrður rjómi eða guacamole

Skref1

  • Byrjið á því að steikja hakkið og kryddið með mexíkó blönduðu kryddi.
  • Takið þá tortilla vefjurnar og skerið upp í þær til helmings, svo hægt sé að brjóta þær í fernt. Hugsið þá vefjuna sem fjóra parta, setjið kjötið í einn, handfylli af osti í annan. Setjið síðan tómat og kál á einn part og sósu á þann síðasta.
  • Brjótið þá vefjuna saman með því að leggja hana saman þar sem þið skáruð upp og síðan lagt yfir næsta fjórðung og þann seinasta. Þá ætti allt að vera vel pakkað inn.

Skref2

  • Kveikið undir grillinu og leyfið að hitna.
  • Leggið þá vefjurnar á grillið og leyfið að grillast í 4-5 mín, snúið þeim við á grillinu og gott er að pressa þétt niður á þær með spaða.
  • Leyfið að grillast í nokkrar mínútur á seinni hliðinni eða þangað til að osturinn er farinn að bráðna vel.
  • Takið af grillinu og njótið með sýrðum rjóma eða jafnvel guacamole.
  • Tortillurnar má líka hita í ofni eða á pönnu.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir