Þegar þig langar í eitthvað fljótlegt og gott er hérna skotheld uppskrift sem klikkar aldrei. Grillaðar tortillur, brotnar saman í fernt með hakki, grænmeti og ostasósu eru dásamlega bragðgóðar og ofureinfalt að græja.
| nautahakk | |
| mexíkó krydd (t.d. Santa Maria) | |
| tortillakökur | |
| rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn | |
| • | ferskt salat |
| tómatur, niðurskorinn | |
| • | tilbúin ostasósa |
| • | sýrður rjómi eða guacamole |
Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir