Menu

Vikumatseðill 6.-12. mars

Gott í matinn býður að vanda upp á fjölbreyttan vikumatseðil fyrir alla fjölskylduna og hugmyndir vikunnar eru í einu orð sagt ómótstæðilegar. Frábær fiskréttur, pottþéttur pastaréttur, bragðgóður burrata, heimagerður hamborgari og tryllt taco ídýfa eru meðal þess sem finna má á seðli vikunnar svo nú er bara að kíkja í heimsókn á Gott í matinn og velja uppskrift til að prófa.