Menu
Taco ídýfa með cheddar, spínati og mexíkóskum kryddosti

Taco ídýfa með cheddar, spínati og mexíkóskum kryddosti

Þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið, spilakvöldið eða bara kósíkvöldið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Ótrúleg bragðsprengja sem mun sannarlega slá í gegn því hér er ekkert sem getur klikkað!

Innihald

1 skammtar
hreinn rjómaostur frá MS
rjómaostur með karamellíseruðum lauk frá MS
niðursoðnir tómatar (1 dós)
ferskt spínat
laukur
taco krydd
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
Mexíkó kryddostur, rifinn niður

Toppur

tómatur
spínat, magn eftir smekk

Meðlæti

saltaðar nachos flögur

Skref1

  • Hitið ofninn í 185°C blástur.
  • Saxið spínat og lauk smátt niður.

Skref2

  • Blandið saman í skál; rjómaostunum, söxuðum lauk, tómötum, spínati, 120 g af cheddarostinum og kryddum.
  • Blandið saman með sleikju og setjið í miðlungsstórt eldfast mót.
  • Stráið restinni af cheddar ostinum yfir ásamt rifnum Mexíkó kryddosti eftir smekk.

Skref3

  • Bakið í ofninum í 25-30 mín.
  • Takið út og látið bíða í örfáar mínútur.
  • Toppið með söxuðum tómat og spínati.
  • Berið fram með nachos flögum og njótið.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal