Menu
Burrata með pestó og fíkjum

Burrata með pestó og fíkjum

Hér er á ferðinni einstaklega ljúffengur ítalskur réttur sem fer hratt upp vinsældalistann hér á landi. Hentar einkar vel sem forréttur til að deila með borðinu, smáréttur eða létt máltíð og tekur einungis nokkrar mínútur að útbúa.

Innihald

1 skammtar
Burrata ostur frá KS
Ferskar fíkjur
Kirsuberjatómatar
Grænt pestó (meira að minna eftir smekk)
Furuhnetur
Ferskt tímían
Flögusalt
Svartur nýmulinn pipar
Súrdeigsbrauð, ferskt eða ristað

Skref1

  • Þurrristaðu furuhnetur á milliheitri pönnu, þar til þær eru farnar að taka á sig lit.
  • Taktu þær af pönnunni og leggðu til hliðar svo þær kólni.

Skref2

  • Leggðu Burrata ostinn á miðjan matarplatta eða disk
  • Skerðu fíkjur í fernt og tómatana í tvennt og raðaðu þeim kringum ostinn.
  • Láttu pestó leka úr skeið á ostinn, tómatana og fíkjurnar. Settu síðan rest í litla skál og berðu það fram með réttinum
  • Stráðu fersku timian að smekk yfir diskinn og passaðu að hafa ekki of mikið.
  • Er furuhneturnar eru orðnar kaldar dreifirðu þeim yfir diskinn líka eða setur í sérskál til hliðar ef einhver vill ekki hnetur.
  • Að lokum kryddar þú réttinn með flögusalti og svörtum pipar.
  • Berðu fram með nýju súrdeigsbrauði.

Höfundur: Gott í matinn