Menu
Lítil aspasstykki

Lítil aspasstykki

Skemmtileg útfærsla á brauðrétti sem hentar vel í brönsinn, afmælið eða bara hvenær sem er.

Innihald

15 skammtar
Skinkumyrja, smurostur
skinkubréf
niðursoðin dós af aspas
majones
smábrauð (baguette)
rifinn Gratínostur frá Gott í matinn
paprikuduft

Skref1

  • Þíðið smábrauðin, skerið vasa í hvert og fjarlægið aðeins innan úr brauðinu til að koma vel af fyllingu fyrir.
  • Skerið skinkuna í litla bita og hellið safanum af aspasinum.
  • Blandið því næst skinku, aspas, majonesi og skinkumyrju saman í skál og hrærið vel saman.
  • Setjið blöndu í hvert smábrauð (um það bil 2 góðar matskeiðar í hvert brauð).

Skref2

  • Stráið rifnum osti yfir og kryddið með paprikudufti.
  • Bakið í um 15 mínútur við 190°C eða þar til brauðið fer að brúnast og osturinn að gyllast.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir