Menu
Kjúklingasalat með eplum, eggjum og kotasælu

Kjúklingasalat með eplum, eggjum og kotasælu

Einstaklega ferskt og gott salat sem er frábært sem millimál en hentar líka vel sem léttur hádegisverður. Eplin gera salatið stökkt og sætt á móti ferskum chilli, þeir sem vilja sterkara bragð geta bætt við meira chilli. Salatið er próteinríkt og hollt og frábært til að njóta með góðum vinum, t.d. með hrökkkexi eða öðru sem hugurinn girnist.

Innihald

1 skammtar
eldaður kjúklingur, t.d. tilbúinn fahitas kjúklingur
egg
græn epli
rauðlaukur
ferskur chili
safi úr hálfri sítrónu
kotasæla
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
salt og pipar
sítrónupipar

Tillaga að meðlæti

hrökkbrauð, kex eða brauð

Skref1

  • Sjóðið eggin og undirbúið rest á meðan. Gott er að kæla eggin áður en þau eru skorin niður.
  • Saxið epli, rauðlauk og ferskan chilli smátt niður og setjið í skál. Kreistið sítrónusafann yfir og hrærið vel.
  • Skerið kjúklinginn niður í litla bita.

Skref2

  • Takið skurnin af eggjunum, skerið smátt niður og blandið saman við salatið.
  • Bætið kotasælu og sýrðum rjóma saman við ásamt kryddi og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Fyrir þau sem vilja hafa salatið sterkara er hægt að setja ½ -1 stk. ferskan chilli til viðbótar.
  • Gott er að smakka salatið til og krydda eftir smekk.
  • Salatið geymis vel í kæli og lokuðu íláti í 3-5 daga.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir