Menu

Vikumatseðill 26. september - 2. október

Meðal þess sem finna má á nýjum vikumatseðli Gott í matinn eru þrjár splunkunýjar uppskriftir sem eru hver annarri betri: þorskur í sítrónurjómasósu, bakað tómatpasta með mozzarellakúlum og skinkuhorn sem bragð er að. Prófaðu eitthvað alveg nýtt í þessari viku og hver veit nema þú eignist nýja uppáhaldsuppskrift.