Menu
Súkkulaði skyrkökur í glösum

Súkkulaði skyrkökur í glösum

Þessar sniðugu og skemmtilegu skyrkökur henta frábærlega sem spari morgunverður, réttur á "brönsborðið" eða sem eftirréttur í hollari kantinum. Auðvelt að breyta og bæta og auðvitað má nota hvaða ber eða ávexti sem er ofan á.

Innihald

6 skammtar

Skyrkökur

Ísey skyr með dökku súkkulaði og vanillu
rjómi frá Gott í matinn (skipt í 400 og 200 ml)
súkkulaðimúslí
hindber (eða önnur ber/ávextir)
súkkulaðispænir og bökunarkakó til skrauts

Aðferð

  • Stífþeytið 400 ml af rjóma og blandið skyrinu varlega saman við með sleif.
  • Skiptið niður í glösin og stráið súkkulaðimúslí yfir allt.
  • Þeytið 200 ml af rjóma, setjið í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautið nokkrar „doppur“ ofan á múslíið.
  • Sigtið bökunarkakó yfir rjómann og skreytið síðan glasið með súkkulaðispæni og hindberjum.
  • Kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en þið njótið.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir