Menu
Bakað tómatpasta með mozzarellakúlum

Bakað tómatpasta með mozzarellakúlum

Hér er á ferðinni alvöru huggulegheitamatur sem tekur enga stund að græja. Bragðmikil tómatsósa, pasta og nóg af bræddum osti tikkar í öll boxin hjá ungum sem öldnum. Dásamlegur pastaréttur sem dugar fyrir 3-4.

Innihald

4 skammtar
þurrkað pasta að eigin vali
lítill laukur
hvítlauksrif, 2-3 stk.
þurrkaðar chili flögur, má vera minna
smjör
tómatpaste
maukaðir tómatar
rjómi
salt og pipar
mozzarella kúlur (360 g)
fersk basilíka og rifinn Feykir

Skref1

  • Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakka og gerið sósuna á meðan pastað sýður.
  • Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr smjörinu ásamt smá chilliflögum, salti og pipar þar til mýkist.

Skref2

  • Setjið tómatpaste á pönnuna ásamt tómötum úr dós og rjóma hrærið þessu vel saman.
  • Setjið dálítið vatn í tómatdósina ef ykkur finnst sósan þykk og hellið yfir.
  • Leyfið að malla og smakkið til með salti og pipar.
  • Ef þið eigið ferska basilíku er mjög gott að setja dálítið af henni út í líka en má sleppa.

Skref3

  • Hellið vatninu af soðnu pastanu en geymið smá pastasoð.
  • Setjið pastað saman við sósuna á pönnunni og hrærið vel saman.
  • Bætið dálitlu pastasoði samanvið ef ykkur finnst þurfa að þynna sósuna.

Skref4

  • Hitið grillið í ofninum á hæsta styrk og setjið réttinn í eldfast mót.
  • Hellið mozzarella kúlunum á pappír og þerrið þær aðeins áður en þið rífið þær í tvennt og raðið ofan á pastaréttinn.
  • Bakið við háan hita þar til osturinn er gullinbrúnn.
  • Berið fram með rifnum Feyki og ferskri basilíku og njótið!
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir