Menu
Kalkúnabollur

Kalkúnabollur

Kalkúnabollur með rifnum osti, kotasælu og spergilkáli eru komnar á uppáhaldslistann hjá manninum mínum. Næringarríkar, stútfullar af próteini og einstaklega bragðgóðar!

Innihald

1 skammtar
kalkúnahakk
spergilkál
brauðsneiðar (170 g)
eggjahvítur
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
kotasæla
salt
pipar

Tillaga að meðlæti

brún sósa
kartöflur
ferskt salat

Skref1

  • Kalkúnahakk er hægt að kaupa frosið allt árið um kring, en þetta er ódýr matur en bæði góður og næringarríkur.
  • Byrjið á að gufusjóða spergilkál í 10-15 mín og látið það kólna aðeins en það má líka fara beint í skálina heitt. Ekki sleppa spergilkálinu í uppskriftinni, ég lofa það finnst ekkert bragð af því, það verður ljóst og þegar sósa er komin á bollurnar sjá börnin þín það heldur ekki. Það má mauka það í matvinnsluvél eða skera það niður mjög fínt.

Skref2

  • Ristið tvær brauðsneiðar frekar mikið, 2-3 sinnum og myljið þær í blandara svo þær verði að brauðmylsnu.
  • Því næst er öllu hrært saman í hrærivél (eða höndunum) og litlar bollur mótaðar.
  • Það má t.d. nota ½ dl mál eða annað álíka til að móta bollurnar og hafa þær jafn stórar, annars skiptir stærðin ekki öllu.

Skref3

  • Bollurnar eru settar á bökunarplötu og hitaðar við 190 gráður í 25 mínútur.
  • Með þessu er gott að bera fram kartöflur, brúna sósu og ferskt salat.
  • Það má t.d. gera brúna sósu úr pakka og bragðbæta hana með salti og pipar og smá kjötkrafti í stað þess að gera sósu frá grunni.

Næringargildi

  • Næring í 100 g: Kolvetni: 4,7 g - Prótein: 21,8 gr Fita: 5,6 g - Trefjar: 0,9 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða kalkúnabollur.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga