Menu
Þorskur í sítrónurjómasósu

Þorskur í sítrónurjómasósu

Erum við ekki alltaf á höttunum eftir nýjum og góðum fiskréttum? Hér höfum við þorsk með dýrindis sósu sem inniheldur m.a. sítrónu, sinnep og smurost og toppuð með ferskri basilíku.

Innihald

4 skammtar
þorskur (eða ýsa)
olía
blaðlaukur
hvítlauksrif
sterkt sinnep, t.d. dijon
sítrónusafi
rjómi frá Gott í matinn
hreinn smurostur frá MS
salt og pipar eftir smekk
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn (má sleppa)
fersk basilíka

Meðlæti

hrísgrjón eða kartöflur og ferskt salat

Skref1

  • Stillið ofn á 200°C.
  • Skerið fiskinn í bita og leggið í eldfast form.
  • Skerið þá blaðlaukinn í sneiðar og setjið í pott ásamt olíu og pressuðum hvítlauk, leyfið því að steikjast í 2-3 mín.

Skref2

  • Bætið saman við sinnepi, sítrónusafa, rjóma, smurosti og salt og pipar, hrærið vel saman.
  • Leyfið sósunni að blandast saman þangað til að smurosturinn er allur bráðnaður.
  • Dreifið þá úr sósunni yfir fiskinn og setjið rifinn ost yfir ef ykkur langar.

Skref3

  • Setjið fiskréttinn inn í ofn í 15 mín, takið út og dreifið ferskri basilíku yfir.
  • Gott er að bera réttinn fram með hrísgrjónum eða kartöflum og fersku salati.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir