Menu

Vikumatseðill 22.-28. nóvember

Síðasta vikan í nóvember er runnin upp og matseðillinn okkar er með eindæmum girnilegur að þessu sinni. Hvort sem þig langar í fisk eða súpu, lasagna eða pönnupizzu er nokkuð víst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Svo mælum við eindregið með hollu og bragðgóðu skyrsnakki svona rétt áður en jólabaksturinn hefst með hinni einu sönnu piparkökuuppskrift.