Menu
Serrano skinkuhorn

Serrano skinkuhorn

Önnur útfærsla að hinum sívinsælu skinkuhornum en þessi eru fyllt með serrano skinku og rjómaosti með karamellíseruðum lauk - svona dálítil fullorðins skinkuhorn. Við hvetjum ykkur til þess að prófa þessa dásemd.

Innihald

32 skammtar

Deig:

mjólk
þurrger (1 pakki, 2-3 tsk.)
sykur
olía
salt
hveiti (blár Kornax)

Fylling:

bréf serrano skinka
rjómaostur með karamellíseruðum lauk (1-2 pk)
svartur pipar
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn (til að setja ofan á hornin)

Deig

 • Hitið mjólkina þangað til hún er ylvolg, í örbylgjuofni eða potti.
 • Setjið í hrærivélina og bætið þurrgerinu saman við, hrærið létt saman.
 • Leyfið því að standa örlítið meðan þið takið hin hráefnin saman.
 • Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og hrærið með krók á lágri stillingu í 3-4 mín.
 • Takið deigið sem hefur fest við krókinn af og takið deigið í hendurnar á ykkur og hnoðið í kúlu.
 • Setið deigið aftur í skálina og rakt viskastykki yfir.
 • Leyfið deiginu að hvíla í minnst klst.

Fylling

 • Skerið skinkuna niður.
 • Blandið skinkunni saman við rjómaostinn.

Skinkuhorn

 • Takið deigið, setjið á hveitistráð borð og skiptið því upp í tvennt.
 • Takið fyrri hlutann og fletjið út, reynið að fletja það út í hring eftir bestu getu.
 • Gott er að fletja það vel út eða um 5 mm á þykkt.
 • Skerið síðan deigið í 16 þríhyrninga.
 • Setjið um eina teskeið af fyllingu á hvern þríhyrning og setjið á breiðari endann. Sáldrið svörtum pipar yfir.
 • Rúllið hornunum upp: Togið aðeins í hornin sitthvoru megin við fyllinguna, lokið fyllinguna inni með deiginu og rúllið upp. Togið í mjóa endann til að fá brotið í þeim til að enda undir horninu.
 • Leggið hornin á bökunarpappír og látið mjóa endann snúa niður og hafið gott bil á milli þeirra. Passið að fyllingin sé lokuð inni í deiginu svo hún renni ekki út um allt þegar þau fara inn í ofn.
 • Leyfið hornunum að hefast í 20-30 mínútur.
 • Endurtakið með hinn hlutann af deiginu.
 • Kveikið á ofninum og stillið á 200°c, blástur.
 • Setjið smávegis mjólk í glas og penslið yfir hornin til að fá fallega áferð á þau. Setjið rifinn ost ofan á hvert horn.
 • Bakið hornin í 10 mínútur eða þangað til þau eru orðin gullinbrún.
Skinkuhorn

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir