Menu
BBQ pönnupizza með  kjúklingi og appelsínusósu

BBQ pönnupizza með kjúklingi og appelsínusósu

Öðruvísi en einstaklega góð pönnupizza sem við getum svo sannarlega mælt með!

Innihald

2 skammtar
lítil kjúklingabringa, skorin í strimla
tilbúið pizzadeig
bbq sósa
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
Óðals cheddar, rifinn
rauðlaukur, þunnt skorinn
Ólífuolía
Salt og pipar

Appelsínusósa:

sýrður rjómi 18%
appelsínusafi
rifinn appelsínubörkur
hunang

Skref1

  • Hitið ofninn í 250°.

Skref2

  • Steikið kjúklingastrimlana upp úr olíu.
  • Saltið og piprið.
  • Setjið til hliðar.

Skref3

  • Olíuberið stóra pönnu sem þolir að fara í ofn.
  • Teygið pizzadeigið til svo það passi í pönnuna.
  • Brjótið upp á kanta.

Skref4

  • Smyrjið botninn með bbq sósunni.
  • Toppið með ostunum, kjúklingastrimlum og rauðlauk.

Skref5

  • Penslið kantana með ólífuolíu.

Skref6

  • Bakið þar til botninn er gullinn.
  • Hrærið öllum hráefnunum saman sem eiga að fara í sósuna.
  • Smakkið til með hunangi.

Skref7

  • Takið úr ofninum og dreifið örlitlu af sósunni yfir.
  • Berið strax fram með auka sósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir