Menu
Tandoori ýsa á hrísgrjónabeði

Tandoori ýsa á hrísgrjónabeði

Þessi fiskréttur er einfaldur, fljótlegur og að sjálfsögðu bragðgóður. Það gerist ekkert betra, er það nokkuð?

Við mælum með því að bera réttinn fram með rifnum gulrótum og smátt skornu hvítkáli.

Innihald

4 skammtar

Marinering

AB-mjólk eða hrein jógúrt frá Gott í matinn
tandoori-krydd eða eftir smekk
malað kúmen (1-2 tsk)
saltflögur eftir smekk
fersk smátt söxuð steinselja
chiliflögur
bútur af engifer, rifinn (2-4 cm)
sítróna, safinn kreistur

Annað hráefni sem þarf

ýsa eða annar fiskur eftir smekk (magn eftir fjölda matargesta)
rifinn ostur
soðin hrísgrjón eða bygg (3-4 dl)
nokkrar gulrætur og hálfur hvítkálshaus sem er rifið og blandað saman í salat

Skref1

  • Hráefnunum fyrir marineringuna er blandað saman í skál.

Skref2

  • Stærðin á ýsuflakinu fer að sjálfsögðu eftir fjölda manns í mat og er flakið skorið í bita, sett í marineringuna og látið standa í alla vega klukkutíma en má alveg liggja í henni í sólarhring.

Skref3

  • Stillið hitann á ofninum í 180 °C.

Skref4

  • Hýðisgrjón eru soðin og sett í botninn á eldföstu móti.

Skref5

  • Ýsubitunum er raðað yfir grjónin og afganginum af marineringunni hellt yfir.
  • Stráið rifnum osti yfir og bakað í ofninum í 14-16 mínútur - tíminn fer að sjálfsögðu eftir ofnum.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal